Wednesday, December 28, 2005

FASTUR FYRIR VESTANN !

jæja... nú er klukkan að verða 6 um nóttina og eg er ekki ennþá farinn að sofa .. Ég reyndi .. fór i sjóðandi heitt bað með kerti og hélt áfram að lesa bókina sem eg var að klára reyndar áðan ..´( ekkert smá dramatísk bók eftir Danielle Steel) bara fyndið ! skreið svo uppí huge rúmið mitt sem er oftroðið af koddum og púðum og allskonar flöffí dóti .. mamma var að endurinnrétta gamla herbergið mitt hérna á Flateyri.. tókst vel til .. En jæja... já þá allavega tókst mér ekki að sofna .. Er nottla löngu buinn að snúa sólahringnum við ... Við erum reyndar alveg fræg fyrir þetta samt i minni fjölskyldu .. við erum alltaf vakandi langt frammettir öll jólin .. borðandi (ENDALAUST) spilandi (eigum ábyggilega stærsta fjölskylduspilasafn á vestfjörðum og þó víða væri leitað) og glápandi a myndir .. allir a náttfötun um að hafa það kósy .. er buið að vera ljúft ..Nema það að ég ætlaði heim suður´26.des. var allt fullt.. reyndi 27 (ekki flogið) og svo var ekki heldur flogið i dag (gær) það er sko STORMUR hérna .. og það er athugun núna kl 9. vona svo innilega að ég komist .. ekki það að ég elski ekki að vera hérna .. það er bara að ég þarf ábyggilega að panta 2flugsæti ef ég dvel hér í kræsingum mikið lengur ! hehe .. neinei .. já ég hef semsagt daginn i dag til að ganga fra málum i bænum .. fara i vinnu , hitta alla sem ég er búinn að sakna svo mikið ! ( you know who you are ) :* og gera stöff .. svo bara flýg til eyja .. þá tekur sko mamma númer 2 við i matseldinni ! og eftir þau áramót þá ég eg bara verið eftir i eyjum og tekið gamla jobbið hans keikó að laða að túrista ! hehe .. Jæja ég ætla að hætta þessu bulli ... vona að þið séuð öll spikfeit og ógeðsleg eftir jólin svo ég líti betur út ! haha .. kv, Hilmar